föstudagur, september 09, 2016

Íbúar niðurgreiða kosningaloforð Samstöðu

Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 setti Samstaða fram tvö stór loforð: íbúakosningu um skólasameiningu og ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Tvö helstu baráttumál nýja meðlimsins. Loforðið um ljósleiðarann var svohljóðandi:



Frambjóðendum Samstöðu er ljóst að verkefnið er dýrt en "mikilvægt fyrir alla framþróun." Hvergi er þó nefnt hér að hvert heimili þurfi að borga fyrir lagninguna. Ég held að flestir hafi þó gert sér grein fyrir því en það er ekki nefnt.

Þann 5. nóvember 2014 skrifar Árni Pétur Hilmarsson pistil í Hlaupastelpuna (og 641.is birti svo) þar sem hann setur fram rök og hugmyndir meirihlutans um ljósleiðaravæðinguna. Undir lokin segir svo:
Miðað við frumútreikninga þá er verkefnið stórt og kostnaður rétt rúm milljón pr. heimili. Okkar fyrstu áætlanir gera ráð fyrir því að kostnaðarhlutdeild hvers heimilis verði um 250 þúsund, því verður niðurgreiðsla sveitarfélagins og samstarfsaðila umtalsverð.

Ekki er útséð um aðkomu opinbera sjóða að framkvæmdinni. Þau heimili sem ætla sér að koma inn síðar bera mun hærri kostnað. (Leturbreyting mín.)
Hér  er gert ráð fyrir því að það kosti ríflega milljón að tengja hvert heimili við ljósleiðara, heimilið beri af því 250 þús. króna kostnað en sveitarfélagið og samstarfsaðilar þess greiði þessi rúmlega 750 þús. sem út af standa. Gríðarlega kostnaður fyrir sveitarfélagið en fullkomlega þess virði að mati fulltrúans. Þarna eru þessar 250 þúsund krónur fyrst nefndar.

Í nóvember 2014 er gerð Viðhorfskönnun meðal íbúa Þingeyjarsveitar í nóvember 2014, aðallega um skólasameininguna en þá var íbúakosningin mikla búin að koðna niður í viðhorfskönnun. En í viðhorfskönnuninni flutu með spurningar um ljósleiðaravæðinguna.
Þar var spurt annars vegar hversu líklegt það væri að heimilið tæki inn ljósleiðara ef stofngjaldið yrði 250 þús. og hins vegar ef það væri 200 þús. Það er dálítið erfitt að lesa í könnunina þar sem ólíklegt er að þeir sem töldu mjög líklegt að þeir tækju inn ljósleiðara fyrir 250 þús. hafi verið spurðir um 200 þúsundin. Ég ætla samt að leyfa mér að álykta að líkurnar hafi aukist.

Um áramótin vænkast skyndilega hagur Strympu þegar þáverandi forsætisráðherra tilkynnir í áramótaávarpi sínu að:
Á nýju ári verður hafist handa við eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins. Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta.
10 apríl síðastliðinn berast svo fréttir af því að Þingeyjarsveit hafi fengið styrk frá Fjarskiptasjóði upp á 75 milljónir fyrir 150 tengingar. Gleðst allt gott fólk yfir því. Takið eftir að þessi styrkur er fyrir árið 2016 og ekkert sem segir að ekki sé mögulegt að fá styrk líka 2017.

Þann 3. júní sl. berast svo þær fréttir að tilboði Tengis upp á 180.340 milljónir hafi verið tekið og að það sé talsvert undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 322 milljónir. Næææs...
En bíðum nú hæg, stofnkostnaður hvers heimilis er enn 250 þúsund! Hvernig má það eiginlega vera? Hér hefur allt gengið okkur í hag; góður styrkur og tilboð talsvert undir kostnaðaráætlun. Af hverju lækkar ekki stofnkostnaður heimilanna?

Skv. mínum heimildum, og eftir minni, er samningurinn nokkuð flókinn en fyrst ber að nefna að samið hafði verið um að það fyrirtæki sem fengi verkið fengi styrkinn. Tilboðin eru því fyrir utan styrkinn. Í beinu framhaldi af því má samt spyrja hvort kostnaðaráætlunin sé með styrkinn innifalinn eða ekki.
Díllinn er sá að Þingeyjarsveit þarf aldrei að borga meira en 180.340 milljónir. Þessi tala miðast við að ca. 70-80% heimila taki inn ljósleiðarann, borgi sín 250 þúsund og áskriftina. Tilboðin voru víst einnig fyrir utan stofnkostnað heimilanna. Taki fleiri heimili inn ljósleiðarann þá getur þessi upphæð lækkað umtalsvert fyrir Þingeyjarsveit.

Vissulega eru 180 milljónir mikill peningur: Það samt talsvert minna en upphaflega var gert ráð fyrir þegar 250 þúsundin voru fyrst nefnd. Af hverju fá heimilin ekki að njóta þess? Það er vegna þess að pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að lækka ekki stofnkostnaðinn. Og taki fleiri heimili inn ljósleiðarann og borgi þar með áskriftargjaldið (sem ætti að vera komið í ljós núna)  og kostnaður sveitarfélagsins lækkar umtalsvert þá munu heimilin samt ekki njóta þess. Sama gildir þótt sveitarfélagið fái fleiri styrki frá Fjarskiptasjóði. Verði einhver ágóði af verkefninu telur sveitarstjórnin eðlilegt að sveitafélagið njóti hans til góðra verka.
Góðu verkin eru margvísleg eins landsmenn hafa fengið að reyna.
En auðvitað þarf sveitarfélagið að eiga fyrir starfslokasamningum og tvöföldum launum fyrir útvalda. Og launum sveitarstjórans og oddvitans auðvitað. 





Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...