þriðjudagur, apríl 19, 2016

Dvalarheimilið á Bessastöðum

Nei, ég er ekki aðdáandi Ólafs, ég dreg engan dul á það og mér finnst tímabært að hann hætti. Hann
má vissulega bjóða sig fram, þ.e. alla vega ekkert sem bannar það. Það eru nokkur atriði sem ég geri athugasemdir við, bæði við manninn sjálfan og málflutning hans.

Sú hefð hefur skapast að fólk býður sig ekki fram gegn sitjandi forseta. Sú hefð hefur verið brotin og var í síðustu kosningum gerð heiðarleg tilraun til að koma manninum frá. Sú tilraun tókst ekki sem skyldi og er það trúa mín að hefði Ólafur tilkynnt um framboð í áramótaávarpi sínu síðast þá hefði eitthvað af því fólki sem bauð sig fram (tveir búnir að draga sig baka svo ég viti) ekki gert það. Mér finnst hann hreinlega hafa dregið fólk á asnaeyrunum.

Maðurinn er fæddur 14. maí 1943, hann er því að verða sjötíu og þriggja ára og formlegur eldri borgari. Kjörtímabilið er fjögur ár. Hann verður því sjötíu og sjö ára þegar því lýkur.
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins , sem gilda vissulega ekki um forseta Íslands, ber fólki að láta af störfum þegar það er orðið sjötugt. Nú má vissulega deila um það hvort fólk sem er heilbrigt og heldur fullu starfsþreki eigi að láta nauðugt af störfum. Árið 2001 var sett á stofn nefnd um sveigjanleg starfslok og skilaði hún niðurstöðum sínum 2002 í skýrslu. Þar er mælt með möguleika á sveigjumlegum starfslokum en ekki er gert ráð fyrir að fólk vinni lengur en til sjötíu og fimm ára aldurs. Þrátt fyrir þetta er starfsmönnum ríkisins skylt að hætta störfum þegar þeir eru orðnir sjötugir. Af hverju aðrar reglur gilda um forsetann skil ég ekki og fyrst svo er þá finnst mér eðlilegt að opnað sé fyrir að aðrir fái að halda áfram störfum sínum. Hins vegar efa ég ekki að ástæða er fyrir þessu starfslokaákvæðum vegna aldurs. Alveg eins og því að ökurskírteinin okkar gilda til sjötugs og eftir það þurfum við að endurnýja þau nokkuð ört.

Maður sem getur ekki endurnýjað ökurskírteinið sitt nema til tveggja ára býður sig fram að stýra þjóðarskútunni til fjögurra ára. 

Ein af ástæðum þess að Ólafur telur sig ómissandi er vegna óvissu í samfélagsmálum. Ef Ólafur hefði samþykkt þingrofsbeiðni fv. forsætisráðherra og sumir telja að honum hafi borið þá væri engin óvissa í samfélaginu. Þar fyrir utan eru ekki allir sammála því að einhver óvissa sé.
Þetta er nokuð gott: "Vegna þeirrar miklu óvissu sem ég hef skapað verð ég að sitja áfram." !!

Það hefur verið mikil óánægja í samfélaginu vegna ríks fólks sem vill ekki leggja sitt á lóðarskálarnar og telur sig ekki þurfa að hlíta sömu kjörum og hinn almenni borgari. Dorrit, eiginkona Ólafs, flutti lögheimili sitt til Englands 2013 svo hún þyrfti ekki að borga auðlegðarskatt á Íslandi. Svo það gæti verið mögulegt þurftu forsetahjónin að skila á borði og sæng. Eru þau enn skilin á borði og sæng eða kannski endanlega skilin? Er Dorrit búin að flytja lögheimilið sitt aftur til Íslands og farin að borga skatta hér? Það er jú búið að leggja af auðlegðarskattinn. 
Mér finnst eðlilegt að gera sömu kröfur til forsetans og ég geri til forsætisráðherra og fjármálaráðherra.


Hér svo góð grein um annan þaulsetinn forseta sem fólk gæti haft gaman að.

Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...