þriðjudagur, apríl 30, 2019

Klausturfólk hefur unnið

Við þekkjum öll söguna, við vitum öll hvað gerðist. Klausturfólkið heldur samt linnulaust áfram ofsóknum sínum gagnvart fátækri og heilsulítilli konu.
Við getum hneykslast og fárast yfir því eins og við viljum. Þetta er líka viðbjóðsleg framkoma og við vitum það flest öll. En við vitum líka annað:

Ef við göngum inn á bar þar sem ríkt áhrifafólk situr að sumbli og drullar yfir nafngreindar konur og minnihlutahópa þá tökum við ekki upp símann og ýtum á upptöku. Við göngum út og látumst ekki heyra. Annars bíður mulningsvélin.

Til þess er leikurinn gerður. Þöggun í boði auðvalds. Klausturfólk hefur unnið. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli