þriðjudagur, júní 04, 2019

Einbýlishús til sölu UPPFÆRT

Húsið okkar á Hálsi er til sölu fyrir rétt verð. 

Húsið er 4-5 herbergja. Tvær forstofur, þvottahús í annarri og lítið baðherbergi. 3 svefnherbergi og stórt baðherbergi. Stór stofa og aukastofa með rennihurðum sem hægt er að breyta í gestaherbergi.

Húsinu fylgir lítil gistieining. (Sjá hér.)
Undanfarið ár hafa tvö herbergi í húsinu einnig verið leigð út. Nokkuð góðar tekjur fylgja þessari útleigu og er fyrirtæki með öllum leyfum utan um reksturinn. Það getur fylgt með í kaupum.

Lítil lóð er í kringum húsið.

Við erum til í alls konar skipti og skoðum allt. Helst á Húsavík eða á Stór Reykjavíkursvæðinu.

Hafið samband við Karl Gunnarsson hjá Lundi í síma 898-2102 vegna hússins.

Einnig er möguleiki að kaupa hlut í búrekstri.
Hafið samband við Kristínu Edwald hjá LEX í síma 590-2600 vegna búsins.
Nánar auglýst síðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli