fimmtudagur, nóvember 21, 2019

Rauðhetta - femínísk greining.

Við þekkjum öll söguna um Rauðhettu. Ef einhver man hana ekki þá er hún hér.
Fyrir mörgum árum síðan þá heyrði ég femíníska greiningu á sögunni. Ég man ekki hver fór með eða hvar en það tilkynnist formlega að greiningin er ekki mín. Hins vegar hef ég æði gaman að því að hafahana eftir því hún vekur yfirleitt talsverð viðbrögð. En hún er sem hér segir:

Ævintýri voru og eru enn sögð til þess að kenna börnum á heiminn. Það er varað við ákveðnum hættum og kennt hvernig beri að varast þær.
Konur og sérstaklega stúlkur tengjast villtu hliðinni* og það þarf alveg sérstaklega að hafa stjórn á þeim, sérstaklega þegar þær eru aðverða kynþroska. Gamlar konur, sérstaklega ekkjur,  tengjast líka villtu hliðinni. Þessi hópur kvenna er sem sagt ekki eign manns (eiginkona) 

Rauðhetta er því ótamin lítil kona í rauðri hettu sem gæti vel táknað kynþroskaaldurinn. Hún verður að fara í gegnum skóginn til að komast til ömmu sinnar. Skógurinn er að sjálfsögðu ekki bara tákn þess villta heldur beinlínis "hið villta". (Welcome to the Jungle.) Til að komast í gegnum allt hið ótamda og villta verður Rauðhetta litla að halda sig á "beinu brautinni." Þetta segir sig alveg sjálft, ekki satt.
Svo hittir Rauðhetta úlfinn. Hvað skyldi úlfurinn tákna? Hann táknar klárlega e.k. freistara, kannski karlmann?
Rauðhetta lætur alla vega fallast í freistni og tínir fallegu blómin. Blómin geta auðvitað staðið fyrir brennivín, dóp, kynlíf... Veljið það sem þið viljið.

Hún kemst nú samt upp á veginn og kemst til ömmu sinnar. Þar tekur ekki betra við. Úlfurinn liggur beinlínis uppi í rúmi, uppi í rúmi, þarf frekari vitnanna við? Og auðvitað étur hann Rauðhettu litlu. Það er það sem vondir menn úlfar gera.

En Rauðhetta og amma hennar eru svo heppnar að veiðimaðurinn, fulltrúi feðraveldisins, gengur fram hjá og sker á magann á úlfinum. Rauðhetta beinlínis endurfæðist inn í heim karlmannsins.

Furðulegt nokk þá fellur þetta ekkert sérstaklega í kramið hjá öllum 😆

Það að úlfurinn sé mögulega tákn karlmanns er t.d. heldur viðkvæmt. 

Undanfarið hef ég verið að kynna mér hin ýmsustu hlaðvörp og dett niður á hlaðvarpið Rót illskunnar.  Þar er þáttur um Grimm bræðurna og þjóðsagnasöfnun þeirra. Og hvað kemur í ljós? Jú, upphaflega var úlfurinn varúlfur og hann beinlínis nauðgaði Rauðhettu litlu!






Svo er auðvitað alltaf hægt að gúgla:

Little Red Riding Hood - moral warnings and sexual implications

The story the Red Riding Hood revolves around a girl named after the red hooded cape/cloak (in Perrault's fairytale) or a simple cap (in the Grimms' version called Little Red-Cap) she wears. The story as most of us know it...

Njótið vel.



*Fyrir þau sem vilja kynna sér villtu hliðina bendi ég á frábæra bók Helgu Kress sem hægt er að nálgast á Academiu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli