þriðjudagur, júní 02, 2020

Fljúgandi apar

Sjálfsdýrkandi myndar ekki auðveldlega djúpa tengingu eða tilfinningasambönd við fólk og eiga þessir einstaklingar oft yfirborðskennd vinasambönd sem oft byggja á aðdáun og gagnrýnisleysi „vina“ sem fá einungis að kynnast upphafinni sjálfsmynd narsissistans. Átök eru því ekki algeng í þessum tengslum. Oft eru þetta einstaklingar sem sjálfsdýrkandinn velur vegna þess að honum steðjar ekki ógn af þeim og öðlast mikilvægi hjá eða nær valdi yfir, til að mynda með að vera hjálplegur gagnvart þeim, til dæmis með því að veita þeim fría þjónustu og því upplifaður sem einstaklega góður vinur. Þessir einstaklingar virðist stundum hreinlega „dýrka“ narsissistann og eru tilbúnir að ganga fram til að tala máli hans eða verja hann og myndu til dæmis hringja í börnin, makann eða aðra til að tala máli hans óafvitandi að þau er lítið annað en tól í stjórnunarleik hans. 
Í neti narsissistans. 






 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...