Stundum tekur lífið u-beygju, eitthvað ófyrirsjáanlegt gerist. U-beygjan sem líf fjölskyldunnar tók var ekki slys. Þetta var ekkert óvænt sem kom upp á, engar náttúruhamfarir. Engin skriðuföll. Mágar mínir gengu í það markvisst og einbeittir að flæma okkur í burtu af heimili okkar. Þeim tókst það, það var einfaldlega ekki hægt að bjóða börnunum upp á að búa við þetta ofbeldi lengur.
Einn þeirra vann líka heimavinnuna sína. Hann vann hana vel. Löngu áður en við áttuðum okkur á hvað var í gangi þá var hann búinn að hringja. Eða mæta í kaffi. Víða. Hvað hann sagði veit ég ekki. En miðað við undirtektirnar var það ekki sannleikurinn.
Kona ein bjó/býr í sveitinni. Ég hélt hún væri ágæt. Ég hélt hún væri hrein og bein. En allt í einu, þegar ég var að lýsa (og skrásetja) ofbeldinu á facebook var hún alltaf mætt til að bera blak af ofbeldinu. Ég hafði alltaf á röngu að standa. Það var fullkomlega eðlilegt að heyja eftir miðnætti beint fyrir utan gluggann á heimilinu okkar. Þar sem ferðaþjónustan okkar var. Það var eðlilegt að bera skít á túnin alltaf þegar vindurinn stóð á húsið okkar. Það var fullkomlega eðlilegt að hræra í skíthúsinu með drynjandi dráttarvél svo skítagasið stæði yfir húsið og dreifa skítnum í nákvæmlega þessa tæpu þrjá tíma sem barnaafmælið stóð yfir.
Hún hafði unnið með ritsjóra staðarmiðilsins. Ég tók við staðarmiðlinum og vonaði að hún myndi vilja vinna með mér. Ég hringdi samt ekki. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni að ég fengi ekki góðar viðtökur. Svo sendi sóknarnefndin sem hún var í út ákall um aðstoð. Þar fékk ég ég ástæðu svo ég hringdi. Hún svaraði ekki. Hún hringdi ekki til baka.
Svo dó þekktur maður. Langt fyrir aldur fram. Það var skelfilegt og vont. Vinnustaðurinn hans setti samdægurs frétt um fráfallið á vefsíðuna sína. Opinberu vefsíðuna sína. Fjölskylda mannsins tengdist vinnustaðnum, ég var viss um að tilkynningin væri í samráði við hana. Mér fannst þetta samt of snemmt svo ég hringdi í fyrrverandi ritstjóra. Hann sagði að þetta væri orðið opinbert á síðu vinnustaðarins. Mér fannst ég sýna vanvirðingu ef ég tæki ekki tilkynninguna upp í staðarmiðlinum.
Tilkynningin var ekki í samráði við fjölskylduna og var tekin niður. Ég var beðin um að taka hana niður og það var gert um leið.
Þarna fékk konan tækifæri til að höggva. Og hún hjó í opinni færslu á fésbókarsíðunni sinni:
Það skipti engu máli hvað ég sagði. Hún fékk færi og það skyldi notað.
Ef hin snemmbúna tilkynning var brotið þá var vinnustaðurinn sekur líka. Hún hlyti að loka á þá síðu líka.
Undarlegt nokk þá virðist það ekki vera tilfellið.
Þetta snerist greinilega ekki um það sem gerðist, heldur hver gerði það.
Þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Á þessum tímapunkti ákvaðum við að gefast upp og fara. Ég vona að konunni líði vel og hún sé ánægð með sjálfa sig.
Sá þessa mynd í dag. Minnti mig á hana.
Mynd fengin héðan, http://www.ghs.is/ |
Á facebook sagði hún svo þetta um ofbeldismanninn:
Já. það er nefnilega heiðarleiki og helv.. seigla að flæma fjölskyldu frá heimili. Hversu ógeðslega ómerkileg geturðu verið?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli