föstudagur, maí 27, 2022

Óverðugt fórnarlamb

 Fyrir mörgum, mörgum árum síðan sá ég í bíómynd fullyrðingu sem var eitthvað á þessa leið:

Ljótasta orð tungumálsins er fórnarlamb. Það vill engin/n vera fórnarlamb.

Þetta situr í mér og ég skil þessa hugsun. Það er eitthvað gert á hlut mans, eitthvað gert á hlut mans og man getur ekkert gert við því. Stundum er hægt að leita réttar síns en alls ekki alltaf. Og breytir því ekki að einhver braut á man, einhvern veginn situr eftir skítugt skófar á sálinni. Það er skammarlegt að vera fórnarlamb.

Svo, líka fyrir mörgum árum síðan, þá var farið að vinna gegn þessari skömm. Fórnarlambið er jú saklaust, það gerði ekkert af sér.

Íslensk nútímamálsorðabók skilgreinir fórnarlamb svona:





Við munum eftir því, alla vega  við sem erum fædd á og fyrir þriðja fjórðung síðustu aldar,  þegar fórnarlömb nauðgana voru fyrir rétti: "Hvernig varst þú klædd?" var t.d. algeng spurning. 
Nýlegri dæmi er sú fullvissa feðraveldisins að konur ljúgi alveg stöðugt upp á karlmenn.

Svo leið tíminn áfram og skyndilega var smart að vera fórnarlamb. Allt í einu voru allir og afi hans fórnarlamb.
Hvítir stútungkarlar, einhver mesti forréttindahópur heimsins, voru allt í einu fórnarlömb. Sumir töldu m.a.s. að hvítir, kristnir karlar væru júðar nútímans. 

Núna undanfarið hafa samfélagsmiðlar verið undirlagðir af fréttum af Amber Heard og Johnny Depp. Einhver sú ferlegasta sápuópera sem hefur sést lengi.
Mér finnst Amber Heard leiðinleg. Það er einhver leiðinlegur fýlusvipur alltaf á henni. Ég er hins vegar svolítið hrifin af Johnny Depp. Hann var hjartaknúsari í æsku minni, ofmetinn sem leikari en hann er skemmtilegur í Pirates of the Caribbean. Amber Heard, er hún ekki bara einhver gold-digger er reyna koma sér áfram á tengslunum við Depp?

Einhvers staðar pikkaði samt eitthvað. Johnny Depp, hvítur, ríkur, frægur, miðaldra. Var hann fórnarlambið? 
Svo poppaði upp vídeó:


Þarna er farið í það lið fyrir lið hvernig Amber Heard svarar Depp, hvernig hún hæðist að honum, hvernig hún... hagar sér ekki eins og fórnarlamb á að gera.
Þarna festi hönd á því sem var að velkjast um, hún er ekki nógu gott fórnarlamb!

Nokkrum dögum seinna horfði ég á nýjasta þátt Law and Order SVU S23E22 A Final Call at Forlini's Bar (hafið þolinmæði með mér,  þetta er á leiðinni) sem fjallaði um konu sem hafði þolað heimilisofbeldi árum saman. Hún hagaði sér svo heimskulega að það var að drepa mig!

Eruð þið að ná því hvert ég er að fara?
Óeðlilegar aðstæður kalla á óeðlilega hegðun. Barn sem lendir í einelti fer að haga sér skringilega. Svo er þessi skringilega hegðun túlkuð sem ástæða ofbeldisins þegar hún er afleiðingin. 
Fólk sem býr við langvarandi ofbeldi kemur sér upp varnarháttum sem eru, oft á tíðum, fáranlegir. Það vill enginn vera fórnarlamb, það vill enginn lúffa. Stundum rífa þolendur kjaft og hæðast.  Þegar fólk kemst út úr aðstæðunum þarf það að tala um þær, oft og mikið.
Þetta er óeðlileg hegðun en hún kemur ekki út frá því að þolandinn sé skrítinn og ömurlegur og hafi kallað þetta yfir sig. Það var ofbeldið sem framkallaði þessa óeðlilegu hegðun.

Ég ætla að ljúka þessu með tilvitnun í dr. Jessica Taylor:

I’ll always find it fascinating which women get picked as ‘worthy victims’ who get support, crowdfunds, love and compassion; and which women get labelled as liars, narcissists, attention seekers, grifters, mentally ill etc.
I’ve noticed more and more that which one you are labelled with depends on what purpose you serve to others at the time, and whether your face fits.
If you are useful or serve a purpose to observers, you are more likely to be perceived as a worthy victim of something.
If you have no use to others, are irrelevant, unimportant or cannot be used to further someone else’s aims or case, you are likely to be either ignored or recast as a liar.
If you contradict the ‘perfect victim’ stereotype, or you are too low down on the victim hierarchy, you are in dangerous territory. Psychological literature has shown that girls as young as 11 can tell whether they will be blamed or disbelieved - and decide whether to disclose or not.
I think recent events have really hammered this home for me. If you are a woman, and you are disliked, or you contradict the perfect victim stereotype, and you serve no purpose to others, and you can’t be used to prove a point or back up a case example - you are not a victim.
It’s so interesting to sit back for once and watch which women get respected and taken seriously when they are abused or attacked, and which ones are instantly recast as mentally ill dangerous liars.
Some of the patterns are becoming horribly obvious.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...