Þegar húmar haustið að
hugur tapar áttum.
Rúm og tími ráfa um
ryðst úr öllum gáttum.
Gamlir skuggar skríða fram
skaka kvísl og kyndlum.
Glámskyggn greina þykist þó
glóð í Churchill vindlum.
Reykfyllt stofa rís nú upp
á radar sýna minna.
Dáin von og drukkið fólk
drauma hvergi finna.
“Löngu liðið” hvísla ég
læðist fram úr vöknuð.
Finn í hjarta ást og eymd,
undarlegan söknuð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli