Til Eyþórs.
Fyrst ég opnaði á reynsluheim kvenna hér um daginn þá ætla ég að halda áfram.
Fyrirbærið fyrirtíðaspenna er alræmt. Karlmenn nota þetta orð reyndar miklu meira en konur nokkurn tíma og virðast mun nákunnugri því en við. Þetta orð er notað sem útskýring á órökréttri hegðun kvenna og ef hægt er að gera okkur órökréttar þá er hægt að gera okkur marklausar. Mjög hentugt, konan er marklaus og þarf þ.a.l. ekki að hlusta á hana. Kallað þöggun í bókmenntafræðinni.
Ef ég hef skilið þetta rétt þá er fyrirtíðaspenna það að hormónarnir taka öll völd í líkama og huga konunnar og hún er undirlögð að tilfinningasveiflum sem hún ræður ekki við. Eftir reglulegar blæðingar í 22 ár þá kannast ég ekki við þetta. Ég kannast hins vegar við eftirfarandi:
Nokkrum dögum fyrir þann tíma mánaðarins vakna ég upp með nettan hausverk. Ég fæ yfirleitt alltaf hausverk fyrir, á meðan eða eftir. Hann getur verið þolanlegur eða hann getur verið djöfullegur. Það er ekki nokkur leið að vita á hvaða styrk hann brestur á. ,,Great" hugsa ég og fer fram á bað. Þar blasir við mér í speglinum stór, rauð bóla einhvers staðar í andlitinu. Sem væri í sjálfu sér í lagi ef hörundsliturinn væri eins og venjulega. Hann er það ekki. Hann er einhver staðar á bilinu náfölur út í glært með grænum undirtón. Þá fer ég og klæði mig. Þægilegu buxurnar þrengja að. Útblásin og yndisleg sem sagt. Og ég veit með vissu að næstu dagar verða verri.
Núna bið ég karlkynslesendur að setja sig í þessi spor og spyrja sig heiðarlega. ,,Yrði ég ekki pirraður?"
Og nú skulum við hafa það í huga að karlmenn eru ekki undir jafnmiklum samfélagslegum þrýstingi að vera mjóir og sætir.
Þegar ég var í menntaskóla spurði ég líffræðikennarann minn hvernig stæði á því að við fengjum þessa túrverki, blæðingar hlytu að vera eðlilegt ástand. Ekki alveg var svarið, konur eiga eiginlega að vera barnshafandi alltaf. Það að vera barnshafandi er hið eðlilega ástand konunnar. En hvernig er talað um það? Konan er ,,ófrísk" eða sem sagt ekki frísk. Hún er ,,ólétt" ekki létt. Þunguð. Sem sagt þung. Oft er hún líka ,,feit" en sem betur fer eru það bara mjög óþroskaðir einstaklingar sem nota það orð. Eru þá ónefndar allar ,,hormónasveiflurnar" sem ganga yfir á meðan og eftir barnsburð sem gera konuna að sjálfsögðu órökrétta og þ.a.l. ómarktæka. Þannig að konan er alltaf ómöguleg hvort sem hún er í sínu ,,eðlilega" eða ,,óeðlilega" ástandi.
Og svo loksins þegar konan fer úr barneign og er ekki lengur ofurseld öllum þessum hormónasveiflum þá er hún orðin ,,gömul" og ,,uppþornuð".
Það að vera kona getur stundum virst vera algjört no win situation.
laugardagur, desember 14, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli