Ah.. komin á netið aftur! Ekki vegna þess að mér hafi loksins tekist að laga tölvuna hjá litlu systur heldur vegna þess að ég er mætt í vinnuna. (Ég ítreka samt að ég er ekki að eyða vinnutímanum í blogg, neineineinei....) Annað hvort verð ég að játa mig sigraða fyrir tölvunni eða kalla út hjálp. Mér er samt alveg djöfullega við það að gefast upp fyrir maskínu. Litla systir er líka búin að ítreka það nokkrum sinnum að það þyrfti nú eiginlega nýja tölvu á heimilið en mér er dálítið annt um bankabókina mína. Og núna er nauðsynlegt að taka það fram að ég bý ekki ennþá heima hjá mömmu. Ég flutti sko fyrir ca. 5 árum, að vísu bara í næstu götu svo ég færi nú ekki of langt frá ísskápnum en ég er samt flutt!!! Þótt ég sé alltaf heima hjá mömmu og hananú.
Vídeóið tók upp á því að fara í baklás og litla systir heldur því fram að það sé líka mér að kenna. Það er tóm tjara, ég var bara að stilla inn stöðvarnar. Það er engan veginn mér að kenna að græjan neiti að virka eftir það.
Var að draga upp áramótaheitin. Þetta er alltaf sami pakkinn. Algjörlega breyttur lífstíll. Hætta að reykja, hreyfa sig meira, borða minna súkkulaði, verða mjó, sæt og sexí, (ekki svo að skilja að ég sé feit, ljót og óflatterandi. Ég er frjálslega vaxin, kynferðislega kósý og mislukkuð í andliti. Skiptir öllu máli hvernig maður orðar hlutina, sko) ná mér í mann, taka til í íbúðinni, blabla og blabla. Held ég hafi heitið þessu sama rugli síðastliðin 15 ár og þetta gengur aldrei upp. Þannig að ég fékk brainstorm:
Fyrst áramótaheitin ganga aldrei upp hvernig væri þá að beita öfugri sálfræði: Reykja eins og strompur, éta eins og svín, hreyfa mig eins lítið og ég mögulega kemst upp með. Verða obís í öðru veldi. Gjörsamlega hætta að hugsa um karlmenn. Taka til, hvað er það? Og ef þetta virkar ekki þveröfugt eins og vonir standa til þá get ég alla vega huggað mig við það að loksins get ég staðið við áramótaheitin.
Ætti ég að íhuga eitthvað vinnutengt fyrst ég er hérna? Ekki svo að skilja að ég sé að eyða vinnutímanum í tölvunni, sko, eða þannig...
föstudagur, janúar 03, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli