Jæja, þá er loksins komið jólafrí. Ég sat fram á síðustu stundu yfir prófum og einkunnagjöf, ég er nefnilega ekki ofurmenni eins og frændi minn.

Þar sem mér tókst að eyðileggja tölvuna hjá litlu systur þá er óvíst að mér takist nokkuð að blogga í jólafríinu. Annars er ég mjög ósátt við þessa tölvu. Litla systir fékk hana gefins og var fullt af einhverju drasli í henni. Harði diskurinn er ca. 95% fullur. Einhvers staðar heyrði ég að því fyllri sem diskurinn væri því hægar ynni tölvan. Svo ég tók mig til og hreinsaði út. Við notum jú ekkert nema Word og netið. En eftir tiltektirnar er ekki hægt að komast á netið. Tölvan kvartar linnulaust um að einhverju mwave hafi verið hent en það sagði hvergi að það snerti netið á nokkurn hátt. Þetta er eitthvað músikforrit sem á ekki að skipta neinu máli. Mér finnst að forritin eigi ekki að heita einhverjum skammstöfunum heldur nöfnum sem gefa notagildi þeirra til kynna. Eins og t.d. If you want to be able to get to the Internet you may not throw this out. Það myndi auðvelda mér lífið í alla staði. Ég er að reyna að kippa þessu í liðinn og vona að það takist sem fyrst því ég fæ þráhyggju yfir svona hlutum.

Ég er algjörlega fjúríus yfir hækkuninni á tóbaki. Ég veit að það er stórhættulegt að reykja, ég veit að ég á að hætta, ég vil hætta og ætla að hætta einhvern tíma. En ég þoli það gjörsamlega ekki að ríkisvaldið sé að neyða mig til að hætta. Mér finnst ríkisvaldið vera að segja við okkur: ,,Ok, nú er ég búið að segja ykkur hvað tóbak er hættulegt þó ég haldi áfram að selja það. En þið eruð svo heimsk að þið fattið ekki dæmið svo núna ætla ég að hækka verðið á þessu mjög svo ávanabindandi eiturlyfi svo þið venjulegu launþegarnir hafið ekki efni á því. Ég ætla samt ekki að hætta að selja það." Nei, ríka pakkið getur haldið áfram að reykja, sem er svo sem ágætt því þá losnum við fyrr við það. En að gera dópið mitt að einhverju forréttindadópi er fyrir neðan allar. Og að svipta mig frumkvæðinu að því að ákvarða líf mitt og heilsu er óþolandi líka.
Þetta er hrein og klár kúgun. Og ef ég held áfram að reykja þá er ég að gangast undir fjárkúgun. Djöfull þoli ég þetta ekki.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir