mánudagur, janúar 27, 2003
Ég er öll í því að halda okkar þjóðlegu einkennum og vera alvöru Íslendingur en þetta Þorra dæmi er ekki alveg fyrir mig. Þetta væri svo sem allt í lagi ef maður þyrfti ekki að éta þennan skelfilega mat. Í fyrsta lagi þá eru ísskápar á öllum heimilum svo við þurfum ekki að sýra matinn lengur. Í öðru lagi þá búum við núna í upphituðum húsum og fæstir vinna erfiðisvinnu svo öll þessi fita er bara til að stífla í manni kransæðarnar. En, ókey, ég get meikað þetta einu sinni á ári. Verst er samt að ég er rétt að jafna mig eftir allt jólaátið. Svo í gær þá voru borin á borð fyrir mig svið. Ég hef étið svið í gegnum tíðina, forfeðurnir lifðu á þessu og allt það og maður á auðvitað að nýta allan matinn af dýrinu fyrst það er búið að drepa það. En þetta er alveg hræðilega feitur og slepjulegur matur og ég verð að viðurkenna að ég á dálítið bágt með að horfast í augu við matinn minn. Þegar ég borða lærisneiðar eða kótilettur þá get ég sannfært mig um að þetta sé bara kjöt en þegar maður horfir á höfuðið á disknum sínum þá leynir það sér ekki að þetta var einu sinni meme sem hljóp við fót uppi á fjalli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli