Ef það var ekki vitað fyrir þá skal það formlega tilkynnt hér með að ég er feministi. Það að vera feministi felur ekki í sér að vera karlahatari eða vilja að konur taki völdin í heiminum, það felur í sér að vera jafnréttissinni. Þ.e. að konur fái sömu tækifæri og karlar og fái sömu laun fyrir sömu vinnu.
Hins vegar þá gengur mannkynið með nokkurra þúsunda ára hefðarveldi á herðunum sem virðist mjög erfitt að komast undan. Ég get alveg lokað augunum fyrir ýmsu, það er jú frekar erfitt að vera alltaf í skotgröfunum. En þegar fólk sem á að heita menntað og upplýst byrjar á þessu kjaftæði þá er mér eiginlega alveg nóg boðið. Ég hef sem sagt fengið að heyra það hjá þessu menntaða og upplýsta fólki að: ,,feministar eru bara kerlingar sem fá það ekki reglulega." Þá var hin undarlegasta orðræða á borð borin fyrir mig í gær. ,,Konur eru svo mjúkar, þær eru alltaf að hugga. Þær gera sér ekki alveg grein fyrir hinni hliðinni." Ok, ég hreinlega fatta þetta ekki alveg. En svo í næstu setningu kom: ,,Konur geta verið svo grimmar." Ég benti ræðumanni á að hann þyrfti að ákveða sig. ,,Jú, konur eru mjúkar nema þegar þær komast í valdastöður, þá verða þær svo grimmar. Konur eru konum verstar." Oj, bara. Helvítis bullið. Og auðvitað erum við ómögulegar við allar aðstæður. Vonlausar valdalausar og verri með völdum.
Svona alhæfingar eru óþolandi. Við konur erum jafn mismunandi og við erum margar. En þetta er hefðarveldið sem við berum á bakinu. Hvenær, ó, hvenær kemur sá dagur að við fáum að vera einstaklingar?
föstudagur, janúar 24, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli