sunnudagur, ágúst 22, 2004

Demolition women Við systurnar tókum okkur til og rifum allt trétexið utan af bústaðnum svo nú er allt næstum til fyrir bárujárn. Búið að tala við smiðinn og alles! Það er voða gaman að sporta sig með risa kúbein og þvæla svo hárinu í trjágreinar.

Reyndi að fara í hestafótbolta en það gekk ekki vel. Hryssan sem var voða áhugasöm síðasta sumar í hestafótboltanum var búin að gleyma öllum töktunum núna og horfði furðu lostin á boltann. Unga hryssan var skíthrædd við boltann en samt voða spennt fyrir honum. Ég næ kannski að þjálfa hana upp.

Var vakin upp í nótt með símhringingu. Ég er bara illa pissed. Orðin allt of gömul og forpokuð fyrir svona vesen. Gamlar konur þurfa líka fegurðarblundinn sinn. Fussum svei!

1 ummæli:

  1. Ég ætlaði að "kommentera" á færsluna fyrir ofan en það tókst ekki. :

    Ég tók þessa ákvörðum í fyrra (að fara ekki með vinnuna heim) og það tókst bærilega. Ég mæli eindregið með því.

    SvaraEyða