Ég er þreytt. Ég er algjörlega mótfallin því að vera þreytt við lok fyrstu vinnuvikunnar. Að vísu er enn þá ákveðinn undirbúningur í gangi, það er svona verið að vega og meta aðferðir, finna og kokka efni. Fór líka í fyrradag í apótekið og keypti fullan poka af vítamínum. Ég er nefnilega alfarið á móti því að vera þreytt. Þá er bara að sjá hvort Gerimax og Ginko Biloba virki eitthvað.
Var að komast að því að ef ég væri 11 árum eldri þá væri ég á mun hærri launum. Launin eru aldurstengd. Ef einhver nýútskrifaður 45 ára myndi byrja að kenna í dag þá væri hann á hærri launum en ég. Eða einhver 42 ára sem væri búinn að kenna í 17 ár! Fáránlegt. Gjöra svo vel að breyta þessu í samningunum.
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli