mánudagur, ágúst 16, 2004

Þá er sumarvinnunni við sundin blá lokið og aðalvinnan tekin við. Ég fékk stundaskrána mína í hendur og er hamingjusamasti kennari á jarðríki. Kenni ekkert nema íslensku og ensku! Þykir það samt dáldið duló að ég skuli hafa verið tekin úr dönskukennslunni eins og ég var nú alveg framúrskarandi...
Stofan mín er í rúst og það er ekki mér að kenna. Ég er gróflega móðguð enda fullfær um að rústa mínum vistaverum sjálf og þarf nákvæmlega enga aðstoð við það. Those people will be hunted down.
Það var verið að segja mér sögur úr fornöld af hinum ýmsustu kennurum. M.a. annars var kennslukona ein sem var alltaf kölluð Fröken Sigríður. Frá og með núna er ég Fröken Ásta.

Fór að sjá Fahrenheit í kvöld. Komum lítillega of seint og lentum á fremsta bekk. Í fyrsta lagi þá er ekki hægt að fókusera svona nálægt svo ég sá aldrei nema einn fjórða af myndinni, eitt horn í einu. Þ.a. l. þykir mér eðlilegt að ég þurfi ekki að borga nema einn fjórða af miðaverðinu. Svo er ég auðvitað með hálsríg. En ekki mjög slæman samt því ég er svo vön því að lesa textann að ég var eins og áhorfandi á tenniskeppni sem hélt hálsinum heitum. Ég sá auðvitað ekkert nema textann á meðan en það er svona.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...