Fyrsti í verkfalli.

Ég er dálítið eirðaslaus og veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Skil ekki af hverju viðræðum var frestað alveg fram á fimmtudag, hefði haldið að nú myndi fólk sitja við. En launanenfdin hafnaði tilboði kennara svo mér sýnist á öllu að það sé ljóst hvað er í gangi. það á að svelta okkur til hlýðni og tæma verkfallssjóðinn. Ég er ekki til í langt verkfall. Ég nýt þeirra forréttinda að geta lagst upp á fjölskylduna mína svo ég þarf ekki að hafa miklar fjárhagsáhyggjur. En ég er umjónakennari í 10. bekk og vil að krökkunum mínum gangi vel. Efast ekki um að þau klári sig alveg en það er samt óþarfi að gera þetta erfiðara heldur en það þarf að vera.
Farin að þrífa.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir