Mætti galvösk í Verkfallsmiðstöðina í dag. Tókst samt ekki að troða mér í sjónvarpið. Þegar ég fékk þær fréttir að viðræðum hefði verið frestað um viku þá fékk eg löngun til að setjast upp í bíl og keyra af stað. Bara eitthvað. Athuga hvort farandverkamennska sé enn til. ,,Slagsmál, ríðingar, fyllerí. Hálf London horfir á." Efast um að ég geri eitthvað í því en lét engu að síður smyrja bílinn. Just in case.
Hitti gamla skólasystur og við spjölluðum mikið um hvað það væri gott að búa annars staðar en á Íslandi. Aðallega vegna þess að enn ein skólasystirin er að flytja úr landi. Sú kom svo í kaffi seinna um daginn til að kveðja. Ég er að hugsa um að flytja úr landi. Las einhvers staðar að það vantaði kennara í Englandi. Ég sé ensk sveitaþorp í rómantísku ljósi. Það heldur ekkert í mig hér. Svo gæti ég náttúrulega líka verið að fá verkfallsþunglyndið. Sjaldan er ein báran stök.
fimmtudagur, september 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Var það ekki: "Slagsmál, ríðingar, fyllerí, Jack London horfa á"?
SvaraEyðaJú, mikið rétt, mig misminnti bara svona nett. Hélt að flaskan væri orðin hálf.
SvaraEyðaSá sem sagt fyrir mér viskíflösku en ekki rithöfund.
SvaraEyða