fimmtudagur, september 23, 2004

Mætti galvösk í Verkfallsmiðstöðina í dag. Tókst samt ekki að troða mér í sjónvarpið. Þegar ég fékk þær fréttir að viðræðum hefði verið frestað um viku þá fékk eg löngun til að setjast upp í bíl og keyra af stað. Bara eitthvað. Athuga hvort farandverkamennska sé enn til. ,,Slagsmál, ríðingar, fyllerí. Hálf London horfir á." Efast um að ég geri eitthvað í því en lét engu að síður smyrja bílinn. Just in case.
Hitti gamla skólasystur og við spjölluðum mikið um hvað það væri gott að búa annars staðar en á Íslandi. Aðallega vegna þess að enn ein skólasystirin er að flytja úr landi. Sú kom svo í kaffi seinna um daginn til að kveðja. Ég er að hugsa um að flytja úr landi. Las einhvers staðar að það vantaði kennara í Englandi. Ég sé ensk sveitaþorp í rómantísku ljósi. Það heldur ekkert í mig hér. Svo gæti ég náttúrulega líka verið að fá verkfallsþunglyndið. Sjaldan er ein báran stök.

3 ummæli:

  1. Var það ekki: "Slagsmál, ríðingar, fyllerí, Jack London horfa á"?

    SvaraEyða
  2. Jú, mikið rétt, mig misminnti bara svona nett. Hélt að flaskan væri orðin hálf.

    SvaraEyða
  3. Sá sem sagt fyrir mér viskíflösku en ekki rithöfund.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...