sunnudagur, september 12, 2004
Því verður ekki neitað að það er nánast skelfilegt ástand á heimilinu. Ég er aldrei heima svo ég geri ekki neitt. Virðist samt hafa tíma til að drasla út. Undarlegt mjög. Sést ágætlega á uppvaskinu. Allir djúpu diskarnir óhreinir af því að ég borða morgunmat áður en ég hleyp út. Allt annað leirtau ósnert. Svo ég er að reyna þetta núna, taka aðeins til og þrífa. Ef það verður verkfall þá ætla ég að þrífa íbúðina algjörlega. Þvo veggina og inni í skápinum og svoleiðis. Guð, hvað ég vona að það verði ekki verkfall!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli