mánudagur, desember 13, 2004

Ég tók mig til í dag og stal heilum bekk. Bekkurinn minn talaði um síðastliðinn miðvikudag að það gæti verið gaman ef 10. bekkuirnir væru með atriði á jólaskemmtuninni og ákváðum að drífa bara í því og setja upp helgileikinn. Með okkar lagi auðvitað. Verst er að ég kenni hinum 10. bekknum lítið sem ekkert svo ég þarf að stela honum af öðrum kennurum til að geta æft. Ekkert sérstaklega vel liðin fyrir vikið. En þótt við höfum ekki byrjað að æfa fyrr en í dag (við sko, ég er nefnilega svo ferlega mikið með) þá sýnist mér þetta bara ganga vel. Held þetta eigi eftir að verða mjög gaman. Nú er ég að plotta hvernig ég geti stolið þeim á morgun svo það sé hægt að koma búningamálum í horf og rennt yfir cirka tvisvar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...