Mánudagur 20. júní. Dagur V
Það lá alveg ljóst fyrir frá upphafi hjá litlu frænku að meginmarkmið þessarar ferðar var að fara í Euro-Disney. Allt annað var bara bónus. Nú má alveg deila um það hvort Disney í París sé eitthvað sem maður fílar eða hvort yfirtaka Bandaríkjanna á Evrópu sé af hinu góða. Hins vegar fíla ég París og ég fíla Disney og ákvað að leggjast ekki mikla stúdíu um þetta heldur bara skemmta mér.
Stóra systir skipuleggjandinn sá um að koma okkur á staðinn. Metrómiðarnir góðu dugði til. Þegar á staðinn var komið var talsverð biðröð en hún gekk fljótt. Það hefði verið hægt að kaupa miða fyrirfram í Disney-búðinni á Champs Elysee en við nenntum ekki að gera okkur erindi þangað.
Þegar inn er komið þá virkar þetta hvorki mjög stórt né mikið en annað kemur á daginn. Fyrst voru bara búðir og svoleiðis svo loks þegar við sáum eitthvert tæki þá drifum við okkur í röð sem var mjög löng. Þegar við vorum búnar að standa í henni í svolítinn þá sáum við að þetta var frekar ómerkilegt tæki, Dúmbó að fljúga upp og niður, svo við yfirgáfum röðina, eftir sma dilemmu því við vorum búnar að eyða tíma í henni, og leituðum annað. Þá fundum við lest sem keyrði dálítinn hring svo sáum í kringum okkur. Sáum m.a. báta sem við drifum okkur í. Þá fórum við að leita að meira spennandi hlutum og sáum svakalega græju sem bar nafnið Space Mountain og drifum okkur í röð. Það er bara sá skelfilegasti rússibani sem ég hef á ævi minni komið í!

Eftir þessi ósköp leituðum við að matsölu til að jafna okkur og fundum Real American Hamburger Joint. Það skemmtilega við hana var að þar fara fram leiksýningar á Lion King. Sýningin var mjög skemmtileg. Í salnum voru alls konar fígúrur hist og her.

Fyrir utan stúdíóið hittum við svo þennan garp

Þá fundum við Adventure Park og ég litla frænka fórum í rússíbanann. Það var ein lykkja á honum! Samt ekki jafn svakalegur og hinn. Þá fundum við sjóræningjagarðinn þar sem stærri litla frænka lenti í vandræðum.

Þar fundum við vatnsrússibana sem við demdum okkur auðvitað í. Þá var kominn tími á kvöldmat og við fórum á Blue Lagoon sem stóra systirvar búin að panta á. þar fengum við alveg ljómandi mat. Garðurinn lokar klukkan átta á kvöldin og klukkan var að verða það um þetta leyti. Minjagripaverslanir voru hins vegar enn opnar og é´g var búin að sjá húfu sem ég bara varð að eignast.


Þegar við komumst út úr garðinum þá heimsóttum við Disney Village. Þar fann ég svaka flotta cowboy skó. Klukkan var orðin 10 um kvöldið þegar við komumst í lestina sem þóknaðist samt ekki að leggja alveg strax af stað. Í þreytunni og svefngalsanum sem var kominn í fólkið spratt The Mouse of the House upp og tók Metróinn í gíslingu. Samferðafólk okkar var hálf hvumsa en við hlógum okkur máttlausar. Ég hef samt miklar áhyggjur af því að verða persona non grata í Frakklandi. Það voru þreyttar en ánægðar konur sem fóru heim á hótel þetta kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli