miðvikudagur, júlí 06, 2005

Búslóðir hafa tilhneigingu til að safnast upp. Fólk kaupir sér nýtt og gamalt dót fer í geymslu. Afar og ömmur deyja og búslóðinni skipt upp. Ég er t.d. með gamla sófasettið frá pabba og mömmu. Ég er líka með gamla hjónarúmið þeirra. þegar afi dó og það var hreinsað út úr kompunni hans og ömmu þá kom út gamla barnarúmið okkar systra. Foreldrar mínir höfðu sem sagt lumað dóti í geymsluna hjá gömlu hjónunum. Einhverra hluta vegna þótti sjálfsagt að ég tæki þetta rúm. Opinbera ástæðan var sú að það var enn þá pláss í minni geymslu, sem er ekki rétt því rúmið er búið að vera á faraldsfæti á kompuganginum nágrönnum mínum til leiðinda. Raunveralega ástæðan held ég að hafi verið þrýstingur. Sama ástæða held ég að hafi legið á bak við að ég fékk barnaföt í hausinn.
Jæja, nú er ég ekki að ganga út og er komin með back-up planið í gang, sem er að fara út á land. Sagnir herma að karlmenn séu í meirihluta á landsbyggðinni. Einhleypir suður-þingeyskir bændur vita ekki enn á hverju þeir eiga von en það liggur alveg ljóst fyrir að einn þeirra mun giftast mér og eignast með mér börn. Make no mistake about that! Hins vegar hef ég áhyggjur af að tilgangur minn verði full augljós ef ég mæti, pipraða kennslukonan, bæði með hjóna- og barnarúm í farteskinu. Ég vil ekki eiga það á hættu að á bresti bændaflótti úr dalnum. Run to hills!
Æi, nei. Ætli ég verði ekki að skilja barnarúmið eftir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...