mánudagur, september 19, 2005

Damn, damn, damn. Fékk góðfúslegt leyfi til að downloada HotPotatos í skólanum, bjó til prufu ooogggg... gat up-loadað henni á síðuna en,og hér verð ég fúl, ég get bara linkað á hana. Ég get sem sagt ekki látið krossakönnun koma í beinu framhaldi af einhverri ægilegri speki en síðan mun verða uppfull af mikilli speki. Það er alla vega planið. Reyndar er það mikil framför að geta yfirhöfuð linkað á könnuna svo ég ætti sennilega að vera ánægð með það. Í bili.
Lagði formlega fram umsókn hjá hjónabandsmiðlara staðarins. ,,Gjöra svo vel að finna mann handa mér." Það er því komið í gang.

3 ummæli:

 1. Fatta ekki alveg próblemið, prófið virkar alveg. Ertu að meina að þú viljir skrifa einhvern texta og láta svo koma próf? Það má skrifa inn textann sem undirtitil (þar sem núna stendur Quiz) og linka svo í nýtt krossapróf, með nýjum fróðleik í undirtitli. Sorrí að ég skipti mér af en mér þykir alltaf voða gaman að sjá fólk vera svona duglegt að bjarga sér. Þú ert komin með fína heimasíðu og þér hefur tekist að gera próf sem virkar í, hvorutveggja á örskömmum tíma þannig að þú ert mjög efnileg! :)

  Ef þú vilt sjá dæmi um svona HotPot próf þá eru nokkur á http://www.fva.is/harpa/profasida.htm ... þar má m.a. sjá dæmi um myndir í málsöguprófunum (hljóðritunin er t.d. mynd).

  Eldgamlar leiðbeiningar í HotPot eru á http://www.kennari.is/vefsidugerd/hotpotao.htm. Þær eiga ekkert sérlega vel við yngri útgáfur forritanna.

  Ísmennt setti í gamla daga upp íslenska útgáfu af Quiz Creator. Þar eru prýðilegar leiðbeiningar og hægt að búa til próf á fljótlegan hátt. Ekki er lengur linkað í þessa prófavél af síðu Ísmenntar en með því að gramsa í gömlu dóti fann ég hana: Sjá http://www.ismennt.is/verkefni/prof/isprof.html

  Nokkrir kennarar í mínum skóla notuðu þessa prófavél í gamla daga og voru ánægðir með hana.

  Gangi þér svo áfram jafn vel,

  bless

  Harpa

  SvaraEyða
 2. Ég er alveg guðs lifandi fegin að fá aðstoð svo það er nú í góðu lagi.
  Hugmyndin var að hafa texta/reglu svo stutta könnun, aftur texta/reglu og þá aðra stutta könnun. Hins vegar kemur þetta ljómandi vel út á þinni síðu svo ég ætla bara að hugsa þetta upp á nýtt. Kannski býður HotPot bara ekkert upp á að könnunum sé skotið inn í texta.

  SvaraEyða
 3. Mig bráðvantar svona hjónabandsmiðlara. ;)

  Þú hefur hér með verið klukkuð!

  SvaraEyða