Er Syndaflóðið taka 2 skollið á eða hvað? Hér er úrhelli út í eitt. Vaknaði við dembuna í morgun og enn rignir eins og hellt sé úr fötu. Heimamenn hafa mikinn áhuga á úrkomumælingum en ekki fást gefnar upp tölur frá Staðarhóli. Leikur grunur á að mælirinn sé rigndur í kaf.
Heimamenn hafa hins vegar ekki mikinn áhuga á Baugsruglinu og skilja ekki hvað er verið að traktera almenning á þessu kjaftæði. Tek ég undir það enda orðin löggiltur heimamaður í þessari sveit. Alveg er mér sama hver sendi hverjum tölvupóst og um hvað og enn meira sama er mér um hver svaf hjá hverjum. Áhugi DV á hjásofelsi er bara sóðalegur. Frænka mín er gift þessum ritstjóra og ég vona að ef þetta er satt þá hafi hún ekki verið að komast að þessu í gær, á sama tíma og öll þjóðin. Það má stundum hugsa um annað og meira en bara það að selja blöð.
þriðjudagur, september 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli