laugardagur, október 01, 2005

Ég ákvað mér til upplyftingar að fara í helgarheimsókn til Reykjavíkur. Heiðarnar voru örlítið hálar en ekkert óskaplega, alla vega gekk ferðin ágætlega. Það var ekki fyrr en ég var komin í gegnum göngin og lenti í lestum að ferðalagið fór að verða skeinuhætt. Ég varð nefnilega að fara fram úr. Þoli ekki traffík og fjölda fólks. þess vegna flutti ég út á land. Nebbnilega. Fyrst ætlaði ég að fljúga en það er rándýrt. Ákvað það bara í vikunni að fara og þá voru öll nettilboðin búin. Mér finnst þetta brjálæðislega dýrt samt.
Sit nú við tölvu litlu systur með ADSL tengingunni og er alveg gáttuð á hraðanum! Það er ekki skrýtið að reikningurinn hafi verið hár fyrir norðan, innhringisambandið er svo slow! Maður skoðar nokkrar síður og klukkutíminn er búinn.
Snotra tók mér með ákveðinni varúð þegar ég kom í gær en virðist vera að átta sig á hver ég er. Kom hlaupandi til mín morgun og upp í fangið á mér. Oh, hvað ég vildi ég gæti tekið hana með mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli