Ég bjóst nú ekki við þessum viðbrögðum þótt ég slengdi fram einni setningu. En það er svona og bara í góðu lagi. Ég er ekki sérlegur talsmaður kirkjuferminga eða kristinnar trúar almennt þótt ég hafi skoðun á hinum ýmsum málum. Það er bara það, mín skoðun. Mér finnst líka allt í lagi þótt fólk sé ósammála mér og ræði málin. Mér finnst hins vegar leiðinlegt þegar fólk missir sig út í dónaskap og persónulegar aðdróttanir. Ég endurtek það sem ég hef áður sagt: Ef mér leiðist einhver bloggari eða er algjörlega ósammála honum þá les ég ekki bloggið hans. Hann má alveg vera heimskur/leiðinlegur/óþolandi fyrir mér. Og ef ég fer í taugarnar á fólki þá er hægur vandi að hætta að lesa bloggið.
Ég vil láta þessari umræðu lokið. Það eru að koma jól og ég vil njóta aðventu og jólagleði og vona að allir aðrir geri það líka hvort sem fólk er trúað eður ei.

Ummæli

  1. Voru þetta ekki bara fínar umræður? Mér finnst bloggið þitt skemmtilegt og kippi mér ekki upp við það þó að við séum ekki sammála um allt.

    Skárra væri það nú ef allir væru sammála um allt. Ég sá engin persónuleg eða leiðinleg komment við þessa umræddu færslu, bara heilbrigð skoðanaskipti, en kannski hefur eitthvað komment verið tekið út sem ég hef ekki séð?

    SvaraEyða
  2. Þetta voru alveg ágætis umræður. Mamma sagði alltaf: Hætta skal leik þá hæst hann stendur og finnst mér það eiga vel við.
    Ég tók ekki út nein komment.

    SvaraEyða
  3. Vá já. Ég missti nú alveg af því að fylgjast með þessu á réttum tíma. Það er naumast að fólk er "jumpy" varðandi skoðanir á trú og trúleysi.
    En ég er nú samt á því að þetta er dálítið gaman svona við og við þó ég skilji vel að það sé óþægileg tilhugsun að verið sé að ræða mann á einhverjum lokuðum spjallrásum.
    Mér finnst alltaf gaman að koma hingað.
    Er kisa fundin?

    SvaraEyða
  4. Nei, kisa er því miður ekki fundin.Hún er dálítill flakkari en þetta er orðinn ansi langur tími.

    SvaraEyða
  5. Ég varð að segja mína skoðun þegar þú sagðir þessa setningu. Hef fylgst með borgaralegum fermingum úr fjarska og dáðst að þeim.

    En eru ekki mestu viðbrögðin þegar maður lætur eitthvað flakka órökstutt? Auðvelt fyrir lesendur að vera annað hvort með eða á móti?

    En hvað var fólk að tala um lokaða umræðuvefi?

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir