þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Sé á teljaranum mínum að mig hefur borið á góma hjá Vantrú punktur is. Ég finn reyndar ekki umræðuna en þeir hljóta að vera tala vel mig. Trúi ekki öðru:)

4 ummæli:

 1. Ég vísaði á skrif þín um borgaralegar fermingar og jól á lokaða spjallinu á Vantrú. Einungis meðlimir Vantrúar hafa aðgang að því spjalli.

  Ég sagði þar nokkurn vegin þetta (ég hef semsagt klippt þetta til):
  Á hverju ári "dissar" eitthvað lið borgaralegar fermingar. Yfirleitt skapast sama umræðan ár eftir ár.

  Í þetta skipti er það Ásta sem segir að borgaralegar fermingar séu asnalegar. Hildigunnur trúleysingi tekur undir með henni og segir að börnin hennar megi fermast en alls ekki borgaralega þar sem kirkjan og trúin eigi ferminguna.

  Hvað veldur þessum þankagangi?

  Svo reynir Ásta að færa þessa pælingu yfir á jólin og er tekin í bólinu í athugasemdum.


  Þér vil ég benda á athugasemd Hope Knútssonar á mínu bloggi sem kom við svipaða umræðu um borgaralegar fermingar.

  SvaraEyða
 2. ,,...er tekin í bólinu í athugasemdum." Really now. Hvernig þá? Gaman að vita að það sé verið að baktala mann á einhverjum lokuðum spjallrásum.

  SvaraEyða
 3. Æ, annars. Ég frábið mér frekari útlistanir á þínum skoðunum. Fékk nóg af þeim í fyrra.

  SvaraEyða
 4. Baktalið var ekki annað en það að ég vísaði á síðuna þína með þessum texta.

  Þegar þú forvitnast um þessar vísanir frá Vantrú skýri ég þér frá því sem þar fór fram. Taldi það vera það rétta í stöðunni þar sem þetta er á lokuðum vef. Var alls ekkert á leiðinni að setja fram skoðanir mínar.

  SvaraEyða