fimmtudagur, desember 29, 2005

Af mér er allt meinhægt að frétta. Er í jólafríi og hef það gott á Hótel Mömmu. Aumingja Jósan okkar var orðin svo veik að það var ekki lengur undan því komist að svæfa hana. Þetta er samt alltaf leiðinlegt. Á örugglega eftir að skrifa meira um hana, treysti mér bara ekki í það strax.
Núna bíða bara veislur og hittingar. Hitti stelpurnar úr gaggó á morgun. Hlakka mikið til. Svo er brúðkaup og gamlárskvöld og sænskt jólahlaðborð á nýjársdag. Mikið að gera:)

Ósköp finnst mér leiðinlegt að fólk þurfi að vera byrjað að bombarda. Mér dauðbregður alveg:(

1 ummæli: