mánudagur, desember 26, 2005

Í dag er mín árlega kalkúnaveisla. Ég fór í apótekið til að fá nál og sprautu til að geta sprautað sméri hist og her í gripinn. Það var hins vegar þrautin þyngri að fá þessa nál. Ókey, ég veit að fullt af fólki misnotar fullt af stöffi en come on, meirihlutinn af okkur er í lagi. Auk þess, risastór sprauta og huge, ég meina alveg huge nál. Hverju sprautar maður í sig með svoleiðis? Sterum? Ég er nebbla svo vöðvastælt. Eða þannig. Kannski var stúlkan ekki að fatta um hvað eg var að tala. Það er alltaf möguleiki í stöðunni.

Annars var systir mín að tjá mér að ég væri psycotic looking á mynd sem ég hef alltaf talið mig frekar sæta á. Þegar ég held að ég sé að setja upp sæta svipinn þá er skrímslið að brjótast fram. Great.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli