mánudagur, janúar 30, 2006

Bauð dansherranum á þorrablót í dag. Hann fór á taugum. Honum leið strax betur þegar hann frétti að ég væri eiginlega að bjóða fyrir hönd troghópsins.

5 ummæli:

 1. Hvussalgs vanþakklæti er þetta í manninum?

  SvaraEyða
 2. Segi það með þér. Ég er bara verulega sorrý, svekkt og sár yfir þessu:(

  SvaraEyða
 3. Hvaða nillagangur er eiginlega á manninum?

  SvaraEyða
 4. Fór á taugum hvernig þá? Leið yfir hann, skalf hann eða svimaði?
  Kannski voru þetta svo óvænt gleðitíðindi að hann réð ekki við taugarnar????

  SvaraEyða
 5. Hann fölnaði upp af skelfingu. Sagði já en tilkynnti um leið að það væri nú alltaf hópur sem færi. Ég er í hópnum og var sett í að bjóða honum. Hann vissi það reyndar ekki. Hann hefur sennilega haldið að ég ætlaði að sitja ein með honum yfir hjartalaga trogi!

  SvaraEyða