sunnudagur, janúar 22, 2006

NFS er bara í þvi að ýta undir hysteríu. ,,Sóttvarnarlæknir hvetur fólk til að hamstra mat!" Já, þegar var búíð að leggja honum orðin i munn. Hvaða tilgangi þjónar svona fréttaflutningur? Sem betur fer var Ríkissjónvarpið líka með frétt um fuglaflensuna og talaði líka við sóttvarnarlækni og leyfði honum bara að tala. Mun ábyrgari og skynsamlegri fréttaflutningur þar a bæ. Fuglaflensan er ekki komin til Íslands og hefur ekki enn stökkbreyst þannig að hún berist manna á milli. Hún getur gert það og allur er varinn góður en það er ekkert víst að það gerist. Við skulum panikera þegar við þurfum þess. Ekki fyrr.

1 ummæli:

  1. Nákvæmlega.
    Þessi úlfur úlfur fréttamennska er farin að verða ansi pirrandi.

    SvaraEyða