Þorrablótið er að bresta á í sveitinni. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að eiginmannsleit mín verður meðal helstu skemmtatriða. Ég segi nú bara aftur og enn; það er gott að ég er ekki mjög viðkvæm.
Samverkafólk mitt vill meina að ég sé alltaf að bæta við kröfum og báðu um útboðsgögn. Ég er nú ekki sammála því að ég sé alltaf að bæta við kröfum en ákvað að verða við beiðninni til að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll.
Útboðsgögn.
Óskað er eftir: Karlmanni.
Verkið sem ber að vinna: Deila lífi með konu.
Kröfur:
Líkamlegar:
Aldur ca. 35-55.
Vítt svigrúm meðalhæðar og meðalþyngdar.
Andlegar:
Þarf að vera blíðlyndur og góður.
Má ekki hafa mikla kvennafarssögu bakinu. Kvennabósar verða skotnir á færi.
Verður að ráða við vín.
Verður að vilja eignast börn. Hans eigin börn engin fyrirstaða.
Þarf að vera mjög knúsþolinn.
Geta haldið uppi vitrænum samræðum að einhverju leyti.
Verður að vera dýravinur.
Má ekki vera karlremba.
Vera þokkalega vel að sér í mannasiðum og almennum umgengnisreglum.
Engan kynferðislegan perraskap.
Gott ef hann er heimakær.
Betra ef hann er vinstrisinnaður.
Laun:
Ef maðurinn er réttur í verkið verður honum vel launað. Hans bíður skjólgóður, mjúkur og hlýr faðmur og ævarandi ást.
Hann fær reglulega að borða góðan og næringarríkan mat og einstaka sinnum kökur, pönnukökur og vöfflur.
Jafnvel verður þvegið af honum. Það er samningsatriði.
Hugað verður að allri hans heilsu og vel upp á hann passað. Þörfum hans verður fullnægt.
Heimilið verður honum griðastaður.
Tilboð verða að berast fyrir vorið annars flytur konan úr sveitinni.
mánudagur, janúar 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Þetta er bú bara fallegt!
SvaraEyða