Átti notalega kvöldstund með karlakórnum Hreim. Hlustaði á söng með kaffi og kökum. Ekki minna en 17 sortum. Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar voru gestir. Hún frábær eins og við var að búast en það sem kom mér á óvart var að hann var það líka! Hann hefur aldrei heillað mig í sjónvarpinu en á sviði er hann algjör sjarmur og syngur bara feikna vel.
Á eftir var ball sem ég var auðvitað á og.... Suður-Þingeyskir karlmenn eru búnir að öðlast uppreisn æru. Ég hitti tvo piparsveina og annar þeirra hafði heyrt af mér, hafði vonast til að hitta mig og dansaði mikið við mig! Miðað við að það eitt að maðurinn hlaupi ekki öskrandi í burtu flokkast undir stóran plús þá var þetta ekkert undir 5 stjörnum!
Svo hafði ég pizzakvöld fyrir lóðarbúa í gær sem ég held að hafi bara heppnast vel. Fólk virtist alla vega getað borðað pizzurnar mínar.
Að öðru. Mér var sagt í dag, sem ég reyndar veit, að ég tæki aðfinnslum illa. Hvern and.. er líka verið að setja út á mig!!!
mánudagur, apríl 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Segi það nú! Dansarinn hljómar efnilega...
SvaraEyða