Það var ákveðið að hækka leiguna á okkur hlunnindapakkinu sem fær ódýrt leiguhúsnæði á skólalóðinni. Úr 15 þús. í 20. þús. Ókey, þetta er ekki há leiga en við erum úti á landi. Ef mig vantar mjólkurpott þá þarf ég í tuttugu mínútna bíltúr til Húsavíkur. Já, og bensínið er svo ódýrt. Ég fékk heldur engan flutningsstyrk af því að húsaleigan er svo lág. Svo ég borgaði flutning upp á annað hundrað þúsund úr eigin vasa. Það láðist reyndar pínulítið að segja mér að leigan ætti að hækka en það er víst orð gegn orði. Ég er að vísu með vitni en who cares. Alla vega.
Það vita það allir að ég er í lélegustu íbúðinni. Þegar það er hvasst úti þá fjúka gluggatjöldin mín þótt allir gluggar séu lokaðir. Það skiptir víst engu máli. Mín íbúð og viðhangandi paríbúð eru líka minni en hinar. Það skiptir heldur engu máli. Það er byrjað eða jafnvel búið að endurnýja hinar íbúðirnar en ekkert verið gert í minni. Skiptir engu máli. Engin skápur á baðinu og raki þar. Wanna guess? Alveg rétt, skiptir ekki máli. Af því að ég er með norðurvegg og hann var steyptur ofan á plötuna þá döggvast stundum veggurinn ef húsgögn standa þétt upp við hann. En það skiptir auðvitað engu máli. Það er ekki nóg með að íbúðirnar í skólanum séu stærri þær eru líka með aukageymslu í kjallaranum. Það er sameiginlegt geymslurými þar og það er þvottakjallari þar sem hægt er að hafa þvottavélina sína og þurrkarann. Það er líka hægt að hengja upp tau. Og rúsínan í pylsuendann: Rafmagnið í kjallaranum er tengt inn á rafmagnsreikning skólans. En það er víst svo erfitt að meta það. Ég neita að samþykkja þessa hækkun og er samningslaus. Núna er oddvitinn að fara að skrifa útburðarbréfið til mín. Það skemmtilega við þetta allt saman er að af því að hreppurinn borgar launin mín þá dregur hann helv... 20 þús krónurnar af mér mánaðarlega. Ó , þetta er indælt stríð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
næææææs!
SvaraEyðaandlegur stuðningur í stríðinu...
óóótrúlegt.
SvaraEyðahvurslags gúlag er þarna rétt við Húsavík? brrrrr.....
SvaraEyðavona að allt fari að ganga betur hjá þér, sé þú ert náttúruverndarsinni:)
Baráttukveðjur
SvaraEyða