Ræddi við lögfræðing í dag. Það var sérdeilis upplífgandi og skemmtileg lífsreynsla. Ef samningur er tímabundinn en ekki kemur til nýr samningur þá gildir sá gamli. Það var það sem ég hélt. Leigusali getur ekki bara byrjað að rukka inn meiri pening. (Og misnotað sér þá aðstöðu að vera bæði leigusali og launagreiðandi.)
Skv. húsaleigulögum er þetta svona:
10. gr.Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.
Upphæð leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigjandi hafi samþykkt.
SAMÞYKKT. Ég hef aldrei samþykkt þessa upphæð.
Hvað viðkemur því að henda mér út:
59. gr. Nú líða tveir mánuðir frá því að leigutíma lauk samkvæmt uppsögn eða ákvæðum tímabundins leigusamnings, en leigjandi heldur áfram að hagnýta hið leigða húsnæði og getur leigusali þá krafist þess að leigusamningurinn framlengist ótímabundið. Sömu kröfu getur leigjandi einnig gert enda hafi leigusali ekki skorað á hann að rýma húsnæðið eftir að leigutíma var lokið.
Bíðum nú við, hvenær rann aftur tímabundni samningurinn út? Jú, jú. 1. ágúst 2006. Það gerir svo mikið sem tvo mánuði. Ég er kominn með ótímabundinn samning með 6 mánaða uppsagnafresti. Og leigusamningurinn framlengist. Hvaða leigusamningur skyldi það vera? Jú, sá gamli.
Lögfræðingar eru dásamlegar mannverur:)
Þá er bara að vita hvað oddvitinn segir á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Stuð! Þú lætur okkur vita, er það ekki?
SvaraEyðaþú ert svo kúl. leyfðu okkur að frétta.
SvaraEyða