sunnudagur, október 15, 2006
Og lífið heldur áfram
Litla systir var í heimsókn hjá mér um helgina. Það var mjög skemmtilegt og upplífgandi. Ég hef nefnilega verið eitthvað óskaplega þreytt undanfarið. Það gæti auðvitað staðið í einhverju sambandi við það að ég er að gera frekar mikið. Ég byrjaði t.d. í líkamsrækt í haust. Nágranni minn og samkennari spurði hvert ég vildi koma með í átak. Ég hélt það væri Í form eftir fertugt eins og þessi þjálfari var með í vor svo ég hélt mér hlyti að vera óhætt. Þetta átti líka að vera styrktarná´mskeið frekar en þolþjálfun. Samt vorum við vigtaðar í fyrsta tíma! Núna er stúlkan orðin óð og vill losa okkur við allt lýsið. Not what I signed up for! Ekki svo að skilja að maður hafi ekki gott af því að léttast en mér finnst það bara ekki alveg aðalmálið. Ég er með yngri konum þarna og ég persónulega hef engan áhuga á því að fá kúlurass, sem virðist vera takmark þessa námskeiðs. Ég var meira að hugsa um hjartað og blóðrásina og verkinn í bakinu, sem er nota bene að versna. En það er svona. Ég ætla að reyna að þrauka þetta. Bara sex vikur eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli