Ég ætla að segja það strax í byrjun að vissulega á þjóðin að ráða sér sjálf og nýtingu sinna auðlinda. En...
Íslendingar hafa ekki stundað hvalveiðar í 17-20 ár og þorskstofninn er ekki hruninn. Hvalveiðimenn hafa ekki gengið atvinnulausir um göturnar heldur þvert á móti hefur hvalveiðibannið skapað atvinnu við hvalaskoðun hér og hvar. Aðallega Húsavík. Fátækt fólk hefur ekki soltið heilu og hálfu hungri vegna brotthvarfs hvalkjöts úr verslunum. Það er til fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar en það er ekki vegna skorts á hvalkjöti.
Mig grunar að öll þessi eftirspurn eftir hvalkjöti sé byggð á einhverjum misskilningi. Ég grillaði hrefnukjöt í sumar. Einu sinni, bara til að prufa. Það var ágætt. Ég get ekki hugsað mér að borða neitt annað hvalkjöt og annað hvalkjöt var ekki sýnt i fréttinni um hvalkets eftirspurnina. Japanir borða hvalkjöt en þeir fullnægja sinni eftirspurn fullkomlega sjálfir. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt. Svo af hverju í ósköpunum er verið að hefja hvalveiðar aftur?
Það er tvennt sem mér dettur í hug.
Við álversandstæðingar vorum aðeins of duglegir að benda á hvalaskoðun sem mótvægi. Ekki eina mótvægið og ekki aðalmótvægið en gott dæmi. Ferðamenn eru þegar byrjaðir að afpanta í hvalaskoðun á Húsavík. Þegar ríkisstjórnir eru búnar að ganga af öllum atvinnuvegum landsbyggðarinnar dauðum þá kemur auðvitað sú stund að jafnvel hörðustu andstæðingar samþykkja helvítis álverið eða flytja ella. Það er ekki um neitt annað að ræða.
Hin ástæðan held ég að sé að ríkisstjórnin er að gefa Bandaríkjamönnum langt nef eins og óþroskaður krakki. ,,Ókey, þú vilt ekki leika lengur heima hjá mér með stríðstólin þín svo ég ætla að drepa hval í staðinn. Nanananananaaa..." Er þetta sjálfstæð ákvörðun eða er verið að láta aðra stjórna sér? Ég bara spyr.
Við erum að fá alþjóðasamfélagið upp á móti okkur fyrir ekkert. Kosturinn er reyndar sá að ef það er skellt á okkur viðskiptabanni þá hætta þeir kannski við að slátra landbúnaðinum. Mér þykir það samt hæpið.
laugardagur, október 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli