mánudagur, nóvember 27, 2006

Dót fyrir stóra stráka

Fór á vetrarsýninguna í iþróttahöllinni á Akureyri í gær. Þar var aðallega verið að sýna vélsleða og svoleiðis dótarí. Það sló mig talsvert að annars vegar var auglýsing sem sagði: ,,Icehobby - dót fyrir stóra stráka" og hins vegar var eitthvert vörumerki sem sagði síðan: ,,Fyrir alvöru menn með hreðjar". Einhverra hluta vegna fannst mér ég ekkert sérstaklega velkomin þarna.

2 ummæli:

  1. Mikið er ég fegin að að Braveheart er ekki auminginn sem þú talaðir um!!

    SvaraEyða
  2. Hvers konar lúðar hanna auglýsingarnar fyrir þetta vetrarsportdót? Alveg myndi ég vilja eiga vélsleða, ef ég ætti fullt af peningum og jeppa til að flytja hann á milli landshluta.

    Eða ekki. ;)

    SvaraEyða