Jamm, ég hef verið upptekin. Annars vegar við persónulegt drama og hins vegar við leikritaskrif. Ég er orðin víðfrægt leikskáld. Var nefnd á nafn í þriðjudagsmogganum, hvorki meira né minna.
Helstu update eru eftirfarandi:
Ég hætti í leikfiminni. Ég borgaði of fjár fyrir að losna við bakverkinn í sumar og svo borgaði ég of fjár fyrir að hoppa hann í mig aftur. Nú er ég búin að panta tíma hjá sjúkraþjálfaranum. Ossið er pissed.
Mikið rosalega er ég orðin þreytt á ,,málflutningnum" talibanar, torfkofar og hundasúrur. Samstarfsmaður minn er það hins vegar ekki. Hann verður fljótlega myrtur.
Þvottavélin mín er að gefa upp öndina.
Þeir eru margir aumingjarnir en einn veit ég mestan.
Þjóðmálin:
Mikið rosalega kann Árni Nonsense ekki að skammast sín. Og ,,tæknileg mistök". Pikkaði þetta beint upp úr málsvörn morðingja eftir að þeir myrtu ,,óvart" konur og börn.
Praktísk atriði:
Ef einhverjir ætla að gefa mér George Michael pakkann í jólagjöf þá vil ég bæði fá DVD diskinn og, takið eftir þetta er mjög mikilvægt: þriggja diska geisladiskinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
ekki er Braveheart orðinn einn af þessum aumingjum?
SvaraEyðaAlmáttugur, nei. Braveheart fór með mér í gegnum persónulega traumað eins og klettur.
SvaraEyða