föstudagur, febrúar 16, 2007
Húsasmiðjan
Fór í Húsasmiðjuna á Húsavík núna áðan þegar klukkan var rúmlega þrjú. Var að leita að vinnugalla sem ég fékk að leita að alveg í friði. Fann einn sem átti að kosta rúmar fjögur þúsund krónur en var á tilboði og átti ekki að kosta nema ca. 2.500,- Ég tek gallann og fer að borga. ,,Þetta eru rúmar fjögurþúsund krónur" segir afgreiðslukonan. ,,Nei," segi ég ,,hann er á tilboði." ,,Nei, tilboðið rann út í gær" svarar hún og flettir einhverjum auglýsingapésa. ,,Já, en hann er verðmerktur svona," segi ég. ,,Já, það hefur bara gleymst að taka það niður." Ég náttúrulega sleppti því að kaupa gallann. Ég er alveg viss um að það verð á að gilda sem hangir uppi. Neytendasamtökin svara ekki símann nema milli 9-12 svo það væri gaman ef einhver vissi þetta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Ég er eiginlega alveg viss um að þú hefur rétt fyrir þér. Ég lenti í svona hérna um daginn og fékk vöruna orðalaust á útrunna tilboðsverðinu.
SvaraEyðaÉg myndi hringja í verslunarstjórann og kvarta.
SvaraEyða