Gistingar

Við Braveheart höfum vaknað upp með stífluð nef undanfarna mánuði og ekkert skilið í því. Ekki hann, ofnæmisgemsar eins og ég eru vanir þessu. Þegar hann fór að kvarta fór ég að spá í málið og gera tilraunir. Henti sængurfötum og dýnum út í frost í sólarhring og þvoði svo allt. Þá eru komin vatnsglös á alla ofna. Ekkert virkar. Beindist grunurinn nú að myglusvepp enda raki á baðinu sem er við hliðina á svefnherberginu. Á mánudaginn komu svo smiðir og hentu öllu út. Það sem við höldum að væri að var ekki jafn slæmt og við var búist en annað var verra. Nú er búið að henda út mygluðu timbri og bæta í heilu, setja nýjan dúk á gólf og veggi, nýtt baðkar og baðherbergisinnréttingin bíður í pökkum í forstofunni. Allt orðið rosa flott og verður flottara! Helst vona ég samt að við losnum við nefstíflurnar. En ég gat ekki verið heima hjá mér á meðan (verða að hafa klósett) svo við Braveheart mátuðum okkur á bænum hans. Það virtist passa svona ljómandi. ,,Tengdó" hafði ákveðin vara á sér, hvort það væri einhver innrás yfirvofandi en það stendur ekki til. Það dugar ekkert minna en nýbygging utan um drottninguna:)

Ummæli

  1. Ég hef verið að gera tilraunir varðandi fæðu og athuga hvort fæðuóþol sé ástæða og uppspretta stíflna hjá mér ... en svo virðist ekki vera. En það er líka niðurstaða útaf fyrir sig. Líklega eitthvað sem ég verð að lifa við áfram, eins og hingað til.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir