miðvikudagur, júlí 11, 2007

Nauðgun af gáleysi

Ég er enn þá alveg bit út af þessum dómi sem féll í Héraðsdómi um daginn. Hef fylgst með Kastljósinu og eitthvað með umræðum á Moggablogginu. Þar kommentar kona víða og bendir á dóminn og þá eigi maður að skilja þessa sýknun. Jæja, nú er ég búin að lesa dóminn og er samt fyrirmunað að skilja þessa sýknun.
Réttarlæknisfræðin staðfestir frásögn stúlkunnar, henni var klárlega nauðgað. Þannig að frásögn hennar af því sem gerðist inni í klefanum er sönn. En af því að hann beitti ekki ofbeldi þá er hann sýkn. Fyrsta lagi þá hélt ég að nauðgun per se væri ofbeldi en ókey það verður að fara eftir laganna hljóðan. Ef það liggur ljóst fyrir að stúlkan segir satt um nauðgunina, eins og réttarlæknisfræðin og dómurinn sjálfur staðfestir, er þá ekki líklegt að hún hafi sagt satt um allt hitt? T.d. það að hann hafi ýtt henni inn í klefann og svo niður á gólfið? Er það ekki ofbeldi?
Verjandinn hélt því fram í Kastljósi að ekki væri ,,um ásetningsbrot" að ræða. Að aumingja, vesalings drengurinn hafi ekki áttað sig á því að hann væri að nauðga stúlkunni. Guð minn góður. Ein af ástæðunum sem hann gefur fyrir því að hann hafi fylgt henni niður hafi verið sú að hún hefði verið svo ölvuð að hún hafi slagað. Ókey, fólk eðlar sig dauðadrukkið villivekk, en er þetta ekki samt smá hint? Hann ýtir henni inn í básinn. Hringja engar bjöllur núna? Hún er frosin.Í alvöru, kvikna engin ljós? Ekki vanur mjög líflegu kynlífi þessi piltur. Það blæðir úr leggöngunum á henni af því að hún er skraufaþurr. Er það í alvöru til of mikils mælst að hann fatti það þarna? Það er blóðkám á henni eftir þessar aðfarir and still he doesn't get it. Það er eitthvað hrikalega mikið að í hugsunarhætti ungra karlmanna ef þeim finnst þetta eðlilegt framferði. Og það hræðilegasta er að nú er Héraðsdómur búinn að samþykkja þessa hegðun.

1 ummæli:

  1. Það er alveg hreint óskaplegt og óskiljanlegt finnst mér!

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...