Björg

Ég sá pabba þinn grafa.
Ekki fyrir sandkassa handa þér
í garðinum heima
heldur gröf þína í kirkjugarðinum.

Ég sá þig aftur í í bílnum.
Ekki í bleikum bílstól
heldur lítilli, hvítri kistu.

Ég sá iljar þínar í sónarnum
en ég fæ aldrei að sjá spor þín.

Ég sé engan tilgang.

Ummæli

  1. Innilegar samúðarkveðjur.

    SvaraEyða
  2. Æ, en hræðilegt. Innilegar samúðarkveðjur.

    SvaraEyða
  3. Gullfallegt ljóð en svo sorglegt. Þú stendur þig eins og hetja í þessum erfiðleikum.

    SvaraEyða
  4. Mikið finnst mér þetta leiðinlegt. Innilegar samúðarkveðjur til þín.

    Fallegt ljóð.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir