sunnudagur, júní 15, 2008

Snati og frisbí-diskurinn


Við Snati eigum frisbídisk sem við leikum okkur oft með. Við erum yfirleitt ekki að leika sama leikinn, ég er að leika leikinn: Ég kasta, þú sækir og kemur með til mín. Hann er að leika leikinn: Þú kastar, ég sæki, svo reynir þú að ná disknum af mér. Í gær var yndislegt veður og við vorum að leika okkur. Ég var með hundanammi í vasanum sem hann átti að fá í hvert skipti sem hann kæmi með diskinn. Það virkaði ekki. Hann og Lubba sleiktu bara nánast gat á buxnavasann. Í eitt skiptið sækir hann diskinn og leggst svo niður með hann í seilingarfjarlægð. Lubba kemur og leggst við fæturna á mér til að fá klapp. Snati þolir það mjög illa þegar Lubba fær athygli svo ég sest á hækjur mér og klappa Lubbu. Hann stekkur á fætur og kemur með diskinn. Gengur fram hjá mér, sleppir disknum á jörðina og mígur á hann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...