Hvað skal gjöra?

Ég veit svo sem ekkert hvað á að gera í þessum fjármálum. Satt best að segja skil ég ekki helminginn af þessu. Hvers vegna er t.d. miklu betra að taka upp evru? Hverju mun það breyta í hagstjórn landsins? Ég veit ekki heldur hvar er best að taka lán. Hins vegar er ég mótfallin því að fórna nánast hverju sem er fyrir erlent lán.
Núna er ég bara ósköp venjulegt normalatet. Ég naut aldrei hlutdeildar í meintu góðæri. Bíllinn minn er 11 ára gamall og ég á engan flatskjá. Ég leigi hjá skólanum þar sem ég kenni. Undanfarin ár hef ég lagt fyrir hjá verðbréfasjóði hjá Kaupþingi og varfærnum sparibréfum hjá Landsbankanum sem upphaflega voru ríkisskuldabréf. Kaupþing er búið að tilkynna mér að ég hafi tapað 113 þúsundum hjá þeim. Ég veit ekki hvað ég hef tapað miklu hjá Landsbankanum.  Ég lagði fyrir af því ég var að reyna að vera skynsöm, lenda ekki í vandræðum þegar eitthvað kæmi upp á. Eins þegar þvottavélin lagði upp laupana eða þegar bíllinn bilar eins og bílar eiga til. Ég nenni svo sem ekkert að ergja mig óskaplega á þessu, þetta eru bara peningar. En þetta er fúlt engu að síður, það er hægt að kaupa slatta af bleyjum fyrir 113 þús. 
Ég skil vel að innstæðueigendur í Englandi og Hollandi séu fúlir og auðvitað eiga þessir bankar að standa skil. En ef valið stendur á milli þess að þeir fái innistæðurnar sínar eða ég þá vel ég mig. 
Ég neita að borga fyrir sukk fárra einstaklinga. 
Ég vil ekki heldur fara með betlistaf um heiminn.

Ummæli

  1. Við erum vongóð um að fá alla upphæðina sem við áttum í varfærna sjóðnum hjá Landsbankanum, millifærðum hana um daginn á venjulegan innlánsreikning, það fór á hreyfingu í gær, þeir segja að það gæti tekið 2-3 daga. Sjáum til eftir helgi...

    SvaraEyða
  2. Jæja, það er ágætt:)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir