IMF og skilyrðin

Ég á dálítinn pening í bankanum.  Hingað til hef ég látið hann liggja kyrran því ef við hlaupum öll til og tæmum reikningana okkur þá fyrst lendum við í vandræðum. 
Núna hins vegar er það ljóst að ríkisstjórnin er búin að semja við IMF um eitthvað. Það er líka ljóst að ríkisstjórnin er búin að éta ofan í sig mikið af stóru orðunum sem voru látin falla í byrjun. Það á ekki að fara fyrir dómstóla, það má ekki styggja neinn, NATO ákvað að bretarnir kæmu ekki...
Það ganga sögur um að það eigi að frysta innlánsreikninga Íslendinga. Í fréttum er rætt um að Íslendingar og ESB búar eigi að sitja við sama borð. Ef eignir bankanna duga ekki fyrir skuldum, og eignir Kaupþings voru að fara fyrir smotterí, þá fá væntanlega allir innlánseigendur bara hluta af peningunum sínum. 
Ég er að verða hálfstressuð yfir þessu. 
Um hvað er ríkisstjórnin búin að semja?

Ummæli

  1. Lágmarksinnistæðutrygging samkvæmt EES er u.þ.b. 3 milljónir íslenskar. Þeir sem eiga minna en það þurfa engu að kvíða. Þeir sem eiga meira missa hugsanlega hluta af því, kannski allt.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir