Hvaða stórtíðindi?

Af hverju fullyrðir hver fjölmiðillinn á fætur öðrum að stórtíðindi hafi átt sér stað í íslenskri pólitík í dag? Hvaða stórtíðindi eru það? Að formaðurinn Sjálfstæðisflokksins ætli ekki að bjóða sig aftur fram á landsfundi flokksins? Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst það bara ekkert sérstaklega merkilegt. Mér fannst það miklu meiri tíðindi þegar Guðni Ágústsson sagði af sér flokksformennsku og þingmennsku og hvarf úr íslenskum stjórnmálum. Það var ekki talað um stórtíðindi í íslenskri pólitík þá. Auðvitað er það hörmulegt að Geir sé veikur og ég óska honum vissulega alls hins besta í sínum veikindum en það eru ekki pólitísk stórtíðindi. Í íslenskri pólitík hefur ekkert breyst. 
Svo er alveg merkilegt hvað fréttamenn taka illa eftir. Geir sagði ekki að hann ætlaði að draga sig út úr stjórnmálum. Það kom hvergi fram að Þorgerður Katrín væri að taka við sem forsætisráðherra. Hún mun vera starfandi forsætisráðherra á meðan Geir er í burtu en það þarf ekki að vera, og verður vonandi ekki, langur tími. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn vildi að kosningar yrðu 9. maí. Það er ekki ákveðið. Ef það verða kosningar þá ætlar ríkisstjórnin að sitja fram að þeim. Það sitja allir áfram í embættum sínum.
Svo hvaða pólitísku stórtíðindi áttu sér stað í dag?

Ummæli

  1. Forsætisráðherra er með krabbamein og sækist ekki eftir endurkjöri, kosningar verða tveimur árum áður en þær þurftu að vera skv. lögum.

    Í flestum löndum þættu þetta vera stórtíðindi. Kannski eruð þið kröfuharðari í sveitinni.

    SvaraEyða
  2. Í fyrsta lagi þá er ég ekki öll sveitin. Í öðru lagi þá erum það ekki bara ,,við í sveitinni" sem spyrjum þessara spurninga. Sjá t.d. Málbeinið,Stefán,Rafaugað.
    Þú getur kannski deilt þessum eitruðu athugasemdum með þeim líka.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir