Vægan fékk hann dóm

Þegar óhapp auðkýfings
auð bankans skerðir. 
Reka hann til réttarþings
falskir lagaverðir.

Vægan fékk hann dóm...

Á Kvíabryggju liggur hann
stórlaxar hringja á laun. 
Móðir kveður minni mann
sem er sendur á Litla Hraun.

Vægan fékk hann dóm...

Flestir fara á Litla Hraun
nema bankabókin sé feit. 
Dómarinn brosir, dæmir á laun. 
Landsbankinn þarf ekki að vita neitt.

Vægan fékk hann dóm...

Kerfið þjónar þeim ríku
yfirstéttin tryggir sín völd. 
Lögin beygja sig, fyrir auðsins klíku. 
Hvítflibbinn greiddi sín gjöld.

Vægan fékk hann dóm...

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir