Þessi sem auglýsti

Var að frétta að það er fólk hér í sveitinni sem heldur að ég hafi verið að auglýsa eftir manni í fullri alvöru. Það er ekki rétt, Eiginmannsleitin mikla var grín (þó svo að eiginmanni hafi nú verið landað). Þetta var grín á kaffistofunni í vinnunni sem smitaðist svo yfir í skemmtanir í sveitinni. Auglýsingin var samin algjörlega fyrir samstarfsfólk mitt og átti aldrei að fara út af kaffistofunni. Einn samstarfsmaður minn ljósritaði hana og setti upp, að ég hélt, á einum stað til viðbótar því hann hafði augastað á manni fyrir mína hönd. (Ekki Braveheart.) Ég komst sem sagt að því nú um daginn að ég er ,,þessi sem auglýsti." Oh, good grief.

Ummæli

  1. Ja, auglýsingin bar alla vega árangur. Það er töff. ;)

    Annars vinn ég með einni sem vill endilega eignast sinn eigin norðlenska bónda. Ertu einhverjir á lausu í sveitinni?

    SvaraEyða
  2. En þetta er samt voða fín auglýsing :-)

    SvaraEyða
  3. Almáttugur já, fullt af þeim!

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir